Áhöld og hjálpartæki

Skæri frá Sajou

STORKURINN leggur áherslu á að vera með mikið úrval af prjónum, heklunálum og öðrum fylgihlutum fyrir prjón, hekl og bútasaum. Smellið á merki birgjanna okkar hér fyrir neðan til að komast á vefsíður þeirra ef þið viljið skoða vöruúrvalið nánar.

Fyrir prjón og hekl:
Prjónar og heklunálar í öllum lengdum og gerðum.
Hringprjónar frá 30-150 cm lengdum og frá 1,25 til 15mm í grófleika.
Sokkaprjónar úr áli, bambus, birki, stáli og plasti. Lengdir 10, 15 og 20 cm. Grófleiki frá 1,25 til 15mm.
Bandprjónar úr áli, plasti, birki eða bambus.
Prjónaoddar og snúrur úr áli og birki bæði frá ADDI og KNIT PRO.
Heklunálar úr áli eða plasti frá ADDi, úr birki frá KNIT PRO líka fyrir rússnskt hekl og hinar vinsælu heklunálar með góða handfanginu frá CLOVER.
Merkihringir, merkikrækjur, lykkjustopparar, lykkjunælur.

Aðrir fylgihlutir:
Dúskavélar, prjónalísur, buddur og veski fyrir prjóna og heklunálar, prjónatöskur.

addi Knitpro-02 clover lanternmoon

UPP