PEYSUPRJÓN
Elisabeth Doherty aðferðin

3 skipti – MIÐVIKUDAGA kl. 18 – 20

27. febrúar, 6. og 13. mars

Fyrir vana prjónara.

Á þessu námskeiði verður kennd aðferð Elisabeth Doherty við að prjóna peysuna COPPERPLATE.  Peysan er prjónuð ofan frá, með ísettum ermum sem eru prjónaðar við um leið. Aðferðin byggir á nýrri hugsun í prjóni. Copperplate er peysa sem klæðir flesta vel og prjóntæknin er mjög áhugaverð og spennandi fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Prjóntækni sem m.a. er notuð:

Silfurfit, kaðlaprjón, opin uppfitjun, útaukning, úrtaka, styttar umferðir og prjóna upp lykkjur.

Uppskriftin er á ensku. Á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftinni auk þess sem ein tilbúin peysa verður til staðar til að skoða.

Bók eftir hönnuðinn verður hægt að panta hjá Storkinum fyrir áhugasama.

Tengill á heimasíðu Elisabeth Doherty er hér: www.bluebeestudio.com. Hún hannaði m.a. peysuna Woodfords fyrir Brooklyn Tweed sem svo margar hafa prjónað. Þið getið líka flett henni upp á Ravelry þar sem finna má flestar hennar uppskriftir.

Kennari: Helga Thoroddsen

Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is

Innifalið: Peysuuppskriftin á ensku, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.

Verð: 18.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst til: storkurinn (hjá) storkurinn.is eða hringja í 551 8258.

UPP