Að skipta um garntegund

Stundum er garnið sem gefið er upp í uppskrift ekki lengur framleitt eða það fæst ekki á landinu. Þá er hægt að skoða hvort annað garn geti ekki komið í staðinn. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að garn hefur mismunandi eiginleika, áferð og þyngd sem hefur áhrif á útkomuna. Mismunandi vefjarefni hafa eðlilega mismunandi eiginleika eins og t.d. ull, bómull eða silki. En það geta líka verið mismunandi eiginleikar á garni úr samskonar ull eftir því hvernig það er spunnið.
Þegar skipta á um garntegund er tvennt sem skiptir mestu máli.
2) Heppilegast er að bera saman uppgefna prjónfestu frekar en prjónastærð. Prjónfestan í uppskriftinni segir til um grófleikann á garninu. Prjónastærðir geta farið upp og niður eftir því hve þétt eða laust ætlunin er að prjóna.
Starfsfólk Storksins getur aðstoðað ykkur við val á réttu garni. Munið þó að þetta eru ekki nákvæm vísindi. Við getum reiknað út hve mikið garn fer í peysu í ákveðinni stærð, en ef peysan en prjónuð lausar en uppskriftin gerir ráð fyrir fer meira garn í hana (og hún verður stærri) og ef peysan er prjónuð þéttar fer minna garn í hana (hún verður minni). Því er vísan um að gera prjónfestuprufu áður en hafist er handa við peysuprjónið aldrei of oft kveðin.