Að kenna börnun að prjóna
Nokkur góð ráð fyrir kennara og leiðbeinendur Að kenna börnun að prjóna á jákvæðan hátt Hér eru nokkrir punktar um prjónkennslu byggðir á grein eftir Laura Kelly úr veftímaritinu Knitting Daily Það er alltaf mikils virði þegar barn sýnir áhuga á að kynnast og læra hannyrðirnar þínar. Hvort sem barnið er þitt eigið, barnabarn, nemandi eða nágranni er tækifærið til
Kynningarkvöld
KYNNINGARKVÖLD Við skipuleggjum gjarnan afsláttar- og kynningarkvöld fyrir hópa. Saumaklúbbar, prjónaklúbbar, vinnustaðahópar, frænkuklúbbar… allir velkomnir! Hafið samband og bókið tíma! Þið veljið tímann sem hentar og við sjáum til þess að tekið verður vel á móti ykkur. Í boði er kynning á garni, prjónhönnuði eða örnáskeið í prjóntækni. Ykkar er valið. Hafið samband við storkurinn@storkurinn.is
- / Í Fréttir
Ömmur og ungbarnaprjónið
PRJÓNAPISTILL Einn hópur hættir seint að prjóna og það eru ömmur landsins. Þó að þær endurspegli ekki lengur ímynd prjónsins eins og fram kom í síðasta pistli, þá halda þær ótrauðar áfram. En hver skyldi vera skýringin? Þegar ég segi ömmur þá er ég að tala um breiðan hóp kvenna sem geta verið á bilinu
HANDÞVOTTUR – ekkert að óttast
Prjónapistill Við sem prjónum komust ekki hjá því að þvo í höndum. Handþvottur er ekkert mál- ef maður kann það. En hvers vegna vex þetta svo mörgum í augum? Handþvottur er hluti af því að hugsa vel um það sem er viðkvæmt og vandað, tala nú ekki um ef búið er að leggja mikla vinnu
Prjónabylgjan sem hefur gengið yfir Ísland
PRJÓNAPISTILL Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að áhugi á prjónaskap og öðrum hannyrðum hefur aukist til muna á Íslandi undanfarin misseri. Þeir sem prjóna eru sýnilegri en áður, það þykir ekki lengur merkilegt að sjá einhvern taka upp prjóna á kaffihúsi eða fundi. Sérstök prjónakaffi eru haldin víða í kaffihúsum, garnverslunum, samkomuhúsum og
Prjónfesta
Hvað er prjónfesta og hvaða máli skiptir hún? Prjónfesta (einnig kallað prjónþensla) er fjöldi lykkja mældur yfir 10 cm á breiddina á sléttu prjóni og fjöldi umferða mældar yfir 10 cm á hæðina á sléttu prjóni. Yfirleitt má ganga út frá því að prjónfesta sé mæld á slétt prjón og þannig er það á garnmiðum. En
Að skipta um garntegund
Stundum er garnið sem gefið er upp í uppskrift ekki lengur framleitt eða það fæst ekki á landinu. Þá er hægt að skoða hvort annað garn geti ekki komið í staðinn. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að garn hefur mismunandi eiginleika, áferð og þyngd sem hefur áhrif á útkomuna. Mismunandi vefjarefni
Uppruni prjóns á Íslandi
Prjón er aldagömul handverkshefð og þekkt um allan heim. Talið er að Íslendingar hafi lært að prjóna á 16. öld. Mörgum finnst það eflaust skrítið að landsmenn hafi ekki lært að prjóna löngu fyrr því prjón er frekar einfalt og mjög nytsamlegt. Hins vegar er vitað að prjónakunnátta barst aðeins nokkrum áratugum fyrr til Evrópu.
Hvað þýðir enska orðið ply?
Breytt hugtakanotkun Áður fyrr var garn spunnið í fínan þráð sem var þá einband (eða single ply á ensku). Ef óskað var eftir grófara bandi voru tveir þræðir snúnir saman eða tvinnaðir og þá var komið tvíband eða tvinnað band (2-ply). Þá skildi fólk auðveldlega að tvinnað band var fínna en þrinnað (3-ply) eða fjórfalt
Úr hverju er garnið?
Vefjarefnin eru ýmist úr náttúrunni eða manngerð eða hvort tveggja Garn er framleitt úr alls konar trefjum / þráðum úr dýra- og jurtaríkinu. Af dýrum fáum við nokkrar tegundir af ull t.d. lambsull (lambswool, merino wool), geitaull (mohair), angóruull eða fiðu (af kanínum), kasmírull (af angórugeitum), lamaull (af lamadýrum), alpakaull (af alpakadýrum) og kamelull (af
- 1
- 2