GARNGÖNGUTILBOÐ

GARNGÖNGUTILBOÐ

Allir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira fá kaupauka.
LAMANA - 20% afsláttur af öllu garni frá þeim
Æðislegt garn og við erum með Milano, Como, Bergamo, Cusco, Premia og Ica frá þeim.
ZAUBERBALL CRAZY STÄRKE - 20% afsláttur
Skemmtilegt, kaflalitað garn frá Schoppel Wolle. Tilvalið í sokkaprjón eða sjalaprjón. En það er líka frábært í peysur eitt og sér eða með öðru. Fullt af flottum litum.
MALABRIGO - 20% afsláttur
Mechita, sem er nýtt garn hjá okkur, og Sock, hvoru tveggja æðislegt í sjöl.
BROOKLYN TWEED - garn+uppskriftapakkar - 20% afsláttur
Uppskriftir frá Brooklyn Tweed af fylgihlutum og garn með - fullkomið verkefni fyrir haustið. Húfur, treflar og kragi.
URTH - 20% afsláttur af sokkapökkum
Röndóttir sokkar sem verða námkvæmlega eins. Fullkomin gjöf fyrir prjónana!
ARATA úr Einrúm bandi / Hönnuðahittingur

ARATA úr Einrúm bandi / Hönnuðahittingur

ARATA peysan á myndinni er hönnuð af Jennifer Steingass fyrir Einrúm og prjónuð úr E-bandinu sem er íslensk ull og silki. Peysan er fislétt og prjónuð á 3,5 mm prjóna. Uppskriftin er til hjá okkur á íslensku.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Slakandi útsaumur
EHRMAN púði - FALCON

Slakandi útsaumur

Útsaumur er bæði skemmtileg og afslappandi iðja. Mynstrin eru mismunandi en dýravinir geta valið um úrval af katta-, kinda-, hunda, froska- og fuglamyndum. Ný sería er komin með kanínu, íkorna og fálka í miðaldastíl. Fallegir klassískir púðar saumaðir í aðeins grófari stramma sem gerir verkið fljótlegra.
Við seljum súkkulaði
EHRMAN púði - FALCON

Við seljum súkkulaði

Allir prjónarar og heklarar eiga skilið gott, handgert súkkulaði. Mismunandi gerðir í boði. Umbúðirnar spilla ekki fyrir enda er þetta framleitt í Helsinki. Kynnið ykkur úrvalið í Storkinum. Flott sem gjöf!
GARNGANGAN

GARNGANGAN

Garngangan verður laugardaginn 7. september
Við opnum kl. 10 og lokum kl. 16.
Gestur dagsins verður ANNITA WILSCHUT sem kemur með dýrin sín. Hún kynnir námskeið sem byrjar sunnudaginn 8. sept. en svo verður líka hægt að kaupa uppskriftirnar hennar á staðnum og eftir Garngönguna.
SVEINA BJÖRK textílhönnuður kemur frá Akureyri með sýnishorn af handlitaða garninu sínu og ráðleggur ykkur með litaval í sjöl og fleira.
Steinunn Svansdóttir kemur frá GARNSÖGU og sýnir og selur prjónatöskur. Hún verður hjá okkur kl. 11-13.
PRJÓN-, HEKL- og ÚTSAUMSKENNARAR STORKSINS verða á staðnum og kynna þeim sem vilja námskeið haustannar.
Við bjóðum uppá gott kaffi, te og Kristal og eitthvað sætt með.
Kynnið ykkur frábæru tilboðið sem verða þennan dag.
Allir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira fá kaupauka.
BROOKLYN TWEED
TREEFOLDS húfa úr Peerie frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað.
PEERIE er fingering garn eða 4-ply fyrir prjóna nr. 2,5-3,5 með sléttri áferð. Ótrúlega margir fallegir og sérstakir litir til.
ARBOR er með sléttri áferð, DK garn eða fyrir prjóna nr. 4.
VALE er fíngert sjalagarn með sléttri áferð.
LOFT er fíngert tweed garn.
SHELTER er tweed garn í milligrófleika.
QUARRY er lang grófast og er tweed garn.
Stílhrein hönnun Brooklyn Tweed teymisins fellur vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar. Við þróun garnsins höfðu þau að leiðarljósi gæði, sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Vetraropnun: Virka daga 11-18, lau. 11-15.
Tökum á móti hópum á morgnana, kvöldin og um helgar ef bókað er með fyrirvara.
OPEN

OPEN

Wintertime: Mon-Fri 11am -6pm - Sat 11am-3pm We open specially for groups in the mornings, evenings and weekends by appointment.
Please contact storkurinn (at) storkurinn.is in advance.

PRJÓNAKAFFI

PRJÓNAKAFFI Á HAUSTÖNN 2019
Fimmtudagana
12. sept., 10. okt., 14. nóv. og 12. des. kl. 18-21.
Laugardagana
28. sept., 26. okt., og 30. nóv. kl. 15-18.
Allir prjónarar velkomnir á meðan húsrúm leyfir í prjónakaffi Storksins!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP