Pirkanmaan kotityö

Trúðapúði - 55x55cmPIRKANMAAN KOTITYÖ er textílfyrirtæki í Tampere í Finnlandi. Storkurinn hefur selt púða og annan útsaum frá þeim, auk garns og vettlingapakka. Það er mikil textílhefð í Finnlandi og margt spennandi að sækja til þeirra.

Trúðapúðinn er nokkuð stór eða 55 x 55cm tilbúinn. Með pakkanum fylgir strammi, ullargarn í útsauminn og garn í snúru til að setja í kring um hann tilbúinn. Þá er mynstrið litprentað í 4 hlutum og talið út. Notað er "Petit Point" eða körfuspor sem lítur út eins og hálft krosssaumsspor á réttunni en gefur meiri fyllingu á röngunni sem er nauðsynlegt svo ekki skíni í gegn og einnig til að ekki teygjist eins á púðaborðinu á meðan á saumaskapnum stendur. Það er sýnishorn af tilbúnum púða í Storkinum. Þennan púða þarf að sérpanta.

 

 

 

 

 

 

Laululintu eða söngfugl - púði eða mynd 50x35cm Villiina - mynd eða púði 50x35cm

Þessir púðar eða myndir eru saumaðar á ullarefni með ullargarni og notuð eru m.a. mislöng spor og varpleggur. Tilbúin stærð er 50 x 35cm.

UPP