Útsaumur frá Philippe Ricart
Philippe Ricart er landskunnur handverksmaður. Hann er m.a. einn færasti spjaldvefari landsins.
Frá honum koma þessir skemmtilegu útsaumspakkar með fuglum Íslands.
Hægt er að fá minni myndir 20 x 20 cm og stærri myndir eða púðaborð 40 x 40 cm.
Meðal fugla eru rjúpa, heiðlóa, æðarfugl, lundi, tjaldur, himbrimi og kría.