Útsaumur

Púðar frá EHRMAN
EHRMAN_Zoomehrmann_enchantedforest_600altposyflowers400Baltimore-Urn-600EHRMAN peacock-at-sunset

EHRMAN er rótgróið fyrirtæki með ullarútsaum sem fær til liðs við sig marga þekkta hönnuði. Fremstur meðal jafningja er hinn kunni Kaffe Fassett. Við seljum frá þeim púða og smærri myndir sem eru allar saumaðar með ullargarni í perlu- eða körfuspori. Það lítur út eins og hálfur krosssaumur á réttunni en sporin verða jafnari og það fæst betri fylling á röngunni.

Úrvalið af mynstrum er mikið og við reynum að eiga mörg ólík hverju sinni. Einnig er hægt að sérpanta ákveðna púða ef óskað er.

Útsaumur fyrir börn
Hjá okkur fást útsaumspakkningar frá The Stitching Shed fyrir börn u.þ.b. 7 ára og eldri. Þetta eru litlar myndir um 12 x 12 cm, mátulega stórar fyrir litlar manneskjur sem eru að byrja í útsaumi. Með pakkningunni fylgir ullargarn sem fyllir vel uppí, ámálaður strammi og nál. Margar mismunandi myndir eru fáanlegar. Sjá nokkur sýnishorn hér:

BALLERÍNA - útsaumur fyrir börn 12x12 cmPRINSESSA - útsaumur fyrir börn 12x12 cm

SJÓRÆNINGI - útsaumur fyrir börn 12x12 cm

ZEBRAHESTUR - útsaumur fyrir börn 12x12cm

RISAEÐLA - útsaumur fyrir börn 12x12 cmMARÍUHÆNA - útsaumur fyrir börn 12x12 cmELDFLAUG - útsaumur fyrir börn 12x12 cmKIND - útsaumur fyrir börn 12x12 cm

 

 

 

 

 

Svo erum við með krosssaumsmyndir með myndefni fyrir börn, en saumaskapurinn hæfir þeim sem reyndari eru. Með pakkanum fylgir hvítur jafi, mynsturteikning, bómullargarn og nál. Auðvelt er að breyta orðunum í íslensk að vild.

ÓSKIN MÍN - krosssaumur 17x18 cm Á FERÐ - krosssaumur 16x17 cm

 

 

 

 

 

 

 
Vörumerkin okkar:
www.ehrmantapestry.com/   www.thestitchingshed.co.uk

UPP