Gutermann-sliverVið seljum hágæða tvinna frá þýska fyrirtækinu GÜTERMANN. Gütermann tvinninn gengur undir nafninu SULKY á bandarískum markaði. Hjá okkur fást margar tegundir sem henta í allan venjulegan saumaskap, fataviðgerðir eða bútasaum.

POLYESTER TVINNI (POLYESTER THREAD) – 200m. Fyrir almennan vélsaum. Þessi tvinni er mjög sterkur, en teygist örlítið þannig að ef það reynir á sauminn þá þarf smá átak áður en hann slitnar. Þess vegna er mælt með þessum tvinna í alla langa sauma.

ENDURUNNINN TVINNI (RECYCLED POLYESTER) – 100m. Alveg sömu gæði og not og polyester tvinninn nema þessi tvinni er framleiddur úr 100% endurunnu efni. Fyrir þá sem vilja umhverfinu gott.

VÉLSTUNGUTVINNI (MACHINE EMBROIDERY) – 300m. 100% bómullartvinni, einlitur og sprengdur í ótal litbrigðum með fallegan gljáa. Hentar sérstaklega vélstungur í bútasaumi og vélsaumsbróderí, en einnig fyrir þá sem vilja heldur bómullartvinna.

EXTRA STERKUR TVINNI (EXTRA STRONG) – 100m. Grófari og sterkari tvinni. Góður í viðgerðir og sauma þar sem virkilega reynir á. Hentar bæði í vél- og handsaum.

HANDSTUNGUTVINNI (HAND QUILTING) – 200m. Með vaxhúð. eingöngu fyrir handsaum og rennur vel og gerir handstunguna þægilega í bútasaumnum. Til í mörgum litum.

TEYGJUTVINNI (SHIRRING ELASTIC) – 10m. Til í nokkrum litum. Oft notað til að búa til rykkingar eða í alls konar föndur.

ÞRÆÐITVINNI (TACKING THREAD) – 200m. Til í tveimur litum. Tvinni sérstaklega framleiddur fyrir þræðingar. Hann slitnar auðveldlega og þess vegna er auðveldara að ná honum úr þegar þess er þörf. Og ódýrari fyrir vikið.

DENIMTVINNI (JEANS THREAD) – 100m. Til að gera við gallabuxur. Bæði til dekkri og ljósari.

GAGNSÆR TVINNI (INVISIBLE THREAD) – 200m. Fyrir saumana sem eiga ekki að sjást. Bæði til dekkri og ljósari.

HOLOSHIMMER er glimmertvinni (200m). Hann er bæði til gylltur, silfraður og í mörgum öðrum litatónum. Notaður sem skrauttvinni í vélsaumi og handsaumi, en einnig lagður með garni í prjóni og hekli til að fá örlítið glit með.

SLIVER (200m) er silfraður eða gylltur þráður og svipaður og Holoshimmer en ekki alveg eins glitrandi. Frábær í allt jólaföndrið og allan prjóna- og saumaskap sem á að hafa gyllta og silfraða tóna með.

NEON tvinni (200m) er polyester þráður nema í neon litum.

Gutermann-textillím

Gutermann-textillimTEXTÍLLÍM. Lím í túpu sem límir saman textíla eða ofin eða prjónuð efni.

 

 

 

Gutermann-tvinnasett-2

Gutermann-tvinnasett-2GJAFAPAKKNINGAR með tvinna og fylgihlutum. Eigum margar mismunandi pakkningar sem henta til gjafa fyrir þá sem sauma.

UPP