EINLIT / TVÍLIT bútaklúbbur 

Einlitt efni frá Westminster Fabrics S93Okra S94DarkOlive S95BronzeGreen

Í nóvember 2013 hóf nýr bútaklubbur göngu sína hjá Storkinum.

Klúbburinn heitir EINLIT/TVÍLIT - bútaklúbburinn nóg eru öll efnin einlit og/eða tvílit. Efnin koma frá Westminster Fabrics sem er sama fyrirtækið og framleiðir öll efnin frá Kaffe Fassett.

Þær sem ganga í þennan klúbb fá sendan pakka með 4 efnum sem tóna vel saman. Hver bútur er feitur fjórðungur eða 50 x 55 cm eða samtals 1 metri. Hægt verður að kaupa viðbót af sömu efnum a.m.k. á meðan birgðir endast.

Það kostar 2.500 kr. að vera í þessum klúbbi og er sendingarkostnaður innifalinn. Skuldbinding í 3 mánuði fyrir þá sem byrja. Einnig er innifalinn fastur 10% afsláttur af öllum efnum, tvinna og öðru saumatengdu í versluninni.

Þær sem hafa áhuga geta skráð sig á hjá storkurinn@storkurinn.iseða í síma 551 8258.

 

MARGLIT / MYNSTRUÐ bútaklúbbur 

Rowan efni eftir Kaffe Fassett Rowan efni eftir Kaffe Fassett Rowan efni eftir Kaffe Fassett Rowan efni eftir Kaffe Fassett

Bútaklúbbur með marglit og mynstruð efni heldur áfram óbreytt. Alltaf bætast nýir meðlimir við og aðrir hætta eins og gengur enda ekki hægt að safna efnum endalaust. Við höfum fengið hrós fyrir efnisvalið og verð á efnunum er mjög hagstætt. Það er aldrei of seint að byrja og vera með. Bara eitt símtal eða tölvubréf.
Upplýsingar um klúbbinn:
Meðlimir fá sendan mánaðarlega pakka með fjórum feitum fjórðungum. Hver bútur er 50 x 55 cm og efnin eru úr Rowan eða Free Spirit línu Westminster Fabrics. Við veljum efni frá ýmsum hönnuðum, m.a. Kaffe Fassett. Þið fáið aðallega mynstruð efni á 2.500 kr. og þá er sendingarkostnaður innifalinn.

Þær sem skrá sig í klúbbinn skuldbinda sig til að vera í honum í 3 mánuði, eftir það er hægt að segja sig úr honum hvenær sem er. Nú fylgir einnig með fastur 10% afsláttur í verslun af efnum, tvinna og öðru saumatengdu.

Ef þið ákveðið að slá til og ganga í annan hvorn klúbbinn þá sendið þið okkur eftirfarandi upplýsingar:

Fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang.

Þá vantar okkur að auki kreditkortanúmer sem er öruggara að hringja inn í síma 551 8258.

 

UPP