Bækur & blöð

Líka bókabúð

blankets-bears-and-bootees debbie-bliss-simply-babythe-ultimate-book-of-baby-knitsessential-babySpecial-Knits

Síðast þegar við töldum voru til yfir 400 bókatitlar í Storkinum. Þetta eru allt bækur um prjón – ýmist tæknibækur, kennslubækur eða uppskriftabækur. Þá erum við með heklbækur og bækur um bútasaum, útsaum og aðrar hannyrðir. Bækurnar eru á íslensku, ensku eða dönsku.

Prjónablöð á íslensku – Lopi og band og Dale ungbarnablöðin fást hjá okkur. Einnig Debbie Bliss prjónablaðið sem kemur út tvisvar á ári. Við eigum einnig Lopa heftin og nokkra árganga af Designer Knitting eða Vogue Knitting.

Flestir garnframleiðendur gefa út bækur og blöð með uppskriftum með þeirra garni. Því erum við með mikið úrval af bókum frá Rowan, Debbie Bliss, Noro, Araucania, Dale, Artesano og Ístex.

Auk þess erum við með marga löngu uppselda bóka- og blaðatitla frá okkar garnbirgjum sem hægt er að fá ljósrit úr með garnkaupum.

UPP