ÚTSAUMUR
frjáls húllsaumur

2 skipti – MÁNUDAGUR & LAUGARDAGUR

Mán. 18. febrúar kl. 18 – 21 og lau. 23. febrúar kl. 9 – 13

Lítil og krúttleg budda er saumuð frá grunni og fóðruð. Þræðir eru dregnir úr efninu og fjölskyldan er saumuð í þá þræði sem eftir standa.  Verkefnið er frekar seinlegt svo það krefst heimavinnu á milli tíma.

Garn og efni innifalið. Gott er að hafa storkaskæri meðferðis og þið sem eigið árórugarn takið það endilega með!

Innifalið að auki hressing á námskeið og 15% afsláttur í verslun.

Verð: 17.000 kr.

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir textílkennari

Seinni tíminn er haldinn að hluta þegar verslunin er opin, en það ætti ekki að koma að sök sótt nokkrir áhugasamir viðskiptavinir sýni nemendum athygli.

Athugið að lágmarksfjöldi er fimm nemendur en hámarksfjöldi átta.

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu með tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP