ÚTSAUMUR – Húllsaumur

3 skipti

Mánudagur 3. febrúar  kl. 18-21

Mánudagur 10. febrúar kl. 18-20

Þriðjudagur 11. febrúar kl. 18-20

Útsaumur er mest slakandi iðja sem hægt er að ímynda sér. Á þessu námskeiði er saumaður poki með húllsaumi undir smádótið sem fylgir saumaskapnum. Hörpoki, allur handsaumaður, er góð eign og endist ævina.

Þriggja kvölda námskeið.

#1 –  3 klst. > draga úr þráð, húllfalda, gera lek.

#2 –  2 klst. > prikka og yfirfæra mynstur og byrja frjálsan útsaum.

#3 –  2 klst. > lokafrágangur; launspor, snúrurás og snúra.

Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi.

Innifalið að auki hressing á námskeið og 15% afsláttur í verslun.

Verð: 17.000 kr.

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir textílkennari

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu með tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP