UPPSKRIFTAGERÐ:
GÓÐ RÁÐ FYRIR PRJÓNHÖNNUÐI

Örnámskeið – eitt kvöld

ÞRIÐJUDAGUR 24. september kl. 18:30-21

Á þessu örnámskeiði verður farið yfir það helsta sem hafa þarf í huga þegar prjónauppskriftir eru annars vegar.

Nemendur fá gátlista með helstu atriðum sem koma þurfa fram, rætt verður um helstu grundavallaratriði eins og prjónfestu- og stærðarútreikninga. Rætt verðum stíla og stefnur og hver markhópurinn er sem hönnuðir vilja ná til.

Við skoðum nokkrar ólíkar uppskriftir og berum saman.

Þetta námskeið hentar þeim sem eru að spá í að fara út í uppskriftagerð eða vilja bæta við sig þekkingu í þeim efnum.

Innifalið: Prufuuppskriftir, gátlistinn góði, hressing og 15% afsláttur í verslun námskeiðskvöldið.

Verð: 7.000 kr.

Kennari: Guðrún Hannele textílkennari

Hér er hægt að skrá sig. Þeir sem eru skráðir á örnámskeið fá sendan tölvupóst með fyrirmælum um að greiða áður en námskeiðið hefst.

UPP