SOKKAHEKL

3 skipti

ÞRIÐJUDAGAR 17., 24. og 31. mars kl. 18 – 20

Hefurðu heklað sokka? Á þessu námskeiði er tækifæri til að læra það hjá Sólveigu heklkennara. Heklað er eftir uppskrift úr bókinni Crochet YEAH! sem er á ensku og hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem kunna að hekla en vilja rifja upp eða auka heklþekkinguna eða læra að hekla eftir uppskriftum á ensku.

Innifalið: Bókin Crochet YEAH!, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í búðinni eins lengi og námskeiðið varir.

Efni og áhöld: Takið með ykkur heklunál nr. 2,5 og sokkagarn 100g/400m. Einnig er hægt að kaupa hvoru tveggja á staðnum.

Verð: 18.000 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP