Sjalaprjón – hyrnur og hálfmánar – BIÐLISTI

3 skipti – MIÐVIKUDAGAR – BIÐLISTI

4., 11. og 18. apríl kl. 18:30 – 20:30

Á þessu námskeiði er farið í grunninn á hyrnu- og hálfmánaprjóni. Nemendur prjóna prufur með mismunandi lögun á sjölum sem byrja öll frá hnakka. Með því að ná tökum á því hvernig best er að byrja og auka út er hæglega hægt að hanna sitt eigið sjal.

Innifalið: Kennsla, námskeiðsgögn, garn í prufur, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum á meðan á námskeiði stendur.

Verð: 16.000 kr.

Kennari: Guðrún Hannele textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu með tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP