SJALAPRJÓN
prjónað á ensku

3 skipti – MÁNUDAGAR

25. febrúar, 4. og 11. mars  kl. 18:30 – 20:30

Upplagt fyrir þá prjónara sem vilja læra að fara eftir sjalauppskrift á ensku.

Sjalið NIGHTSHIFT eftir Andreu Mowry verður prjónað. Nemendur geta komið með eigið garn í sjalið (DK eða ARAN grófleika) eða keypt í versluninni. Þá er líka möguleiki að nýta afganga í sama grófleika a.m.k. að hluta. Það eru sjö litir í sjalinu.

Sjalið er nokkuð einfalt, skemmtilegt í prjóni og innifelur eftirfarandi tækni:

Sjal prjóna frá hlið, slétt og brugðið, mósaík prjón, snúrukant, snúruaffellingu, útaukningar.

Auk þess verður farið í frágang á sjölum.

Nemendur koma með eigið garn eða fá 15% afslátt í Storkinum á sjalagarni í verkefnið.

Innifalið: Sjalauppskrift á ensku, kennsla, hressing á námskeiðum og 15% afsláttur í verslun á meðan á námskeiði stendur.

Verð: 17.000 kr.

Kennari: Guðrún Hannele textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er fimm nemendur og hámarksfjöldi átta.

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu með tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP