SJALAHEKL

3 skipti

ÞRIÐJUDAGAR 28. jan., 4. feb. og 18. feb. kl. 18 – 20

Hekluð sjöl geta verið alls konar en þau sem er að finna í bókinni THE SHAWL PROJECT eru einstaklega falleg. Bókin er á ensku og er innifalin. Hver nemandi velur sér sjal til að hekla eftir eigin smekk og Sólveig leiðir ykkur í gegnum uppskriftina af sinni alkunnu færni.

Upplagt námskeið fyrir þá sem kunna að hekla en vilja rifja upp eða auka heklþekkinguna eða læra að hekla eftir uppskriftum á ensku.

Innifalið: Bókin The Shawl Project, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í búðinni eins lengi og námskeiðið varir.

Efni og áhöld: Grófleiki heklunálanna ræðst af garnvalinu og uppskriftinni. Í bókinni eru notaðar heklunálar 3,5 til 6,5 og allt þar á milli. Takið því með ykkur heklunálar í nokkrum grófleikum og sjala/sokkagarn í fínbands grófleika (um 100g/350-400m). Einnig er hægt að kaupa hvoru tveggja á staðnum.

Verð: 18.000 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP