SAMPRJÓN – peysa frá Brooklyn Tweed – FULLBÓKAÐ

Þær/þeir sem skrá sig hér eftir fara á biðlista og við látum vita þegar að næsti hópur fer í gang.

Við hjá Storkinum bjóðum þeim sem vilja prjóna peysu frá Brooklyn Tweed upp á SAMPRJÓN. Markmiðið er að hjálpa þeim sem hafa ekki áður tekist á við þess konar uppskrift að stíga fyrstu skrefin. Úrval uppskrifta er orðið það mikið að  nú eftirlátum við hverri og einni/einum að velja sína eigin uppskrift. Það munu því ekki allar gera sömu peysuna, en læra samt mikið hver af annarri/öðrum.

Boðið verður upp á hitting í Storkinum 3 kvöld.

Þetta samprjón er því igildi námskeiðs – en kostar ekkert. Hins vegar er gerð krafa um að þátttakendur kaupi garn í alla flíkina og uppskrift frá Brooklyn Tweed (15% afsláttur). Skoða má úrvalið hér: www.brooklyntweed.com.

Hvers vegna SAMPRJÓN?

Það er skemmtilegt að prjóna í félagsskap annarra.

Það er fræðandi að prjóna með öðrum (jafningjafræðsla).

Það er hollt að fara út fyrir þægindarammann í prjóni, þannig lærir maður eitthvað nýtt!

Þú lærir að prjóna á ensku eftir bandarískri uppskrift sem er vel skrifuð/hönnuð.

Síðast en ekki síst; prjónhönnun Brooklyn Tweed teymisins er með því besta sem völ er á í prjónheiminum sem allir verða að prófa.

Við erum komnar með nokkra reynslu í BT samprjóni og þetta er bara skemmtilegt og allir læra eitthvað nýtt – það er loforð!

Samprjónið verður þrisvar þessa daga:

Miðvikudagur 17. janúar kl. 18 – 20.

Laugardagur 10. febrúar kl. 9 – 11.

Miðvikudagur 7. mars kl. 18 – 20.

Skráning er neðar á síðunni.

Skráning er nauðsynleg á SAMPRJÓNIÐ því ætlunin er að hafa ekki of stóran hóp. Vinsamlega skráið ykkur hér. Þið fáið svo sendan tölvupóst með nánari upplýsingum.

UPP