Prjóntækni:
UPPFITJANIR & AFFELLINGAR

Örnámskeið – eitt kvöld

MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember kl. 18-21

Á þessu örnámskeiði verða kenndar nokkrar mismunandi aðferðir við uppfitjanir og affellingar.

Það er nauðsynlegt að kunna nokkrar aðferðir þegar fitja á upp eða fella af í prjóni. Mismunandi aðferðir eiga við mismunandi verkefni. Á uppfitjunin eða vera lítið áberandi eða mjög teygjanleg? Á að fella af á sjali eða í hálsmáli? Hvernið garn er verið að nota?

Á þessu örnámskeiði bætið þið við nokkrum aðferðum í reynslubankann. Námsgögnin sjá til þess að ekkert gleymist þegar heim er komið og þá er líka gott að hafa prufu þar sem aðferðin sést.

Innifalið: Garn í prufuprjón, kennslugögn, hressing og 15% afsláttur í verslun námskeiðskvöldið.

Nemendur taka með sér 60-80 cm hringprjóna eða 20 cm sokkaprjóna nr.  3 1/2 – 4.

Verð: 7.500 kr.

Kennari: Guðrún Hannele textílkennari

Hér er hægt að skrá sig. Þeir sem eru skráðir á örnámskeið fá sendan tölvupóst með fyrirmælum um að greiða um 2 vikum áður en námskeiðið hefst.

UPP