Prjóntækni:
STYTTAR UMFERÐIR (Short rows)

Örnámskeið – eitt kvöld

FIMMTUDAGUR 30. sept. kl. 18-21

Á þessu örnámskeiði verða kenndar þrjár mismunandi aðferðir við styttar umferðir (short rows á ensku).

Styttar umferðir eru notaðar til móta flíkur og búa til aukavídd þar sem þess er þörf eða forma flík Upphækkun á bakstykki við hálsmál er t.d. gerð með styttum umferðum eða aukavídd við olboga eða til að auka vídd á bakhlutanum á bleyjubuxum. Einnig eru styttar umferðir notaðar til að móta fleti í mynstri eins og í Fiðrildasjalinu á myndinni.

Eins og nafnið gefur til kynna eru prjónaðar styttar umferðir, þ.e. ekki alla leið frá byrjun að enda umferðar heldur snúið við á miðri leið. Þegar snúið er við þarf að nota einhverja góða aðferð svo ekki komi gat. Nokkrar aðferðir eru til og þær er gott að kunna, því það er ekki víst að sama aðferðin henti í allt prjón. Garnið sem er notað hefur áhrif svo og hvort prjónað er garðaprjón, sléttprjón eða annað.

Aðferð 1 = Wrap & Turn (vefja og snúa)

Aðferð 2 = German Short Rows (tvöföld lykkja)

Aðferð 3 = Japanese Short Rows (með merkikrækju)

Innifalið: Garn í prufuprjón, kennslugögn, hressing og 15% afsláttur í verslun námskeiðskvöldið.

Nemendur taka með sér 3,5-4 mm hringprjóna, 60-80cm langa og opin prjónamerki (krækjur).

Verð: 10.000 kr.

Kennari Guðrún Hannele textílkennari

Hér er hægt að skrá sig. Þeir sem eru skráðir á örnámskeið fá sendan tölvupóst með fyrirmælum um að greiða fyrir námskeiðsbyrjun.

UPP