Peysuprjón og peysuhönnun

NÁMSKEIÐ FYRIR VANA PRJÓNARA

Kennt laugardaga kl. 10-12

16., 23. og 30. okt.

6., 13., 20. og 27. nóv.

7 skipti / 14 klst.

Aðferðafræði: Prjónað ofan frá og niður með ísettum ermum.

Á þessu námskeiði verða kynntar nokkrar aðferðir við að hanna og prjóna peysu ofan frá og niður með tengiaðferð og ísettum erum.

Kynntar verða prjónaðferðir Ásu Tricosu (Ziggurats), Judy Weisenberger (Cocoknits), Elisabeth Doherty og Susie Myers (Contiguous knitting) en allar þessar aðferðir byggja með mismunandi blæbrigðum á áratugagamalli aðferðafræði Barböru Walker prjónameistara sem kom út í bókinni Top Down knitting árið 1972.

Í fyrstu tímum verða prjónaðar prufur þar sem þessar aðferðir eru kynntar og kenndar, mismunurinn á milli þeirra, kostir og gallar. Þátttakendur munu síðan hanna sína eigin peysu út frá þeirri aðferðafræði sem kynnt verður á námskeiðinu EÐA velja sér peysu eftir viðkomandi hönnuði og fá aðstoð við að prjóna hana.

Kennt verður sjö laugardagsmorgna í okt. og nóv. (sjá dags. ofar) alls 14 klst

Kennari Helga Thoroddsen.

Verð: 35.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Skráið ykkur hér. Staðfesting er send í tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP