COCOKNITS – PEYSUHÖNNUN

4 skipti – MIÐVIKUDAGA

18. og 25. mars, 1. og 15. apríl kl. 18-20

Fyrir prjónara sem vilja læra að prjóna peysu frá grunni ofan frá, bæta við eigin útfærslu og læra alls konar prjóntækni í leiðinni.

Unnið verður með hugmyndafræði Julie Weisenbergar – COCOKNITS.

Auk þess að læra Cocoknits aðferðafræðina geta nemendur  „hannað“ sína eigin útfærslu, munstur, liti og form.

Bókin Cocoknits er nákvæmur leiðarvísir og fróðleiksbrunnur fyrir aðferðafræði Julie. Peysurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, og eru einstaklega kvenlegar og klæðilegar og auðvelt að leika sér með útfærslur.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem áður hafa verið á Cocoknits námskeiði og þeim sem ekki þekkja aðferðina, en vilja læra hana frá grunni. Námskeiðið hentar vönum prjónurum.

Prjóntækni sem m.a. er notuð er:

Silfurfit, opin uppfitjun, útauking, úrtaka, styttar umferðir og prjóna upp lykkjur.

Bókin COCOKNITS er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Tengill á heimasíðu hér: cocoknits.com.

Kennari: Helga Thoroddsen

Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is

Innifalið: COCOKNITS bókin á ensku, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.

Verð: 25.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP