PEYSUPRJÓN
COCO KNITS aðferðin

4 skipti – LAUGARDAGA kl. 10 – 12

21. og 28. september, 5. og 12. október

Fyrir prjónara sem vilja læra að prjóna peysu frá grunni úr grófu garni og læra alls konar prjóntækni í leiðinni.

Á þessu námskeiði verður kennd aðferð Julie Weisenberger eða COCO KNITS við að prjóna peysuna EMMA Peysan er prjónuð ofan frá, með ísettum ermum sem eru prjónaðar við um leið. Aðferðin byggir á nýrri hugsun í prjóni. Emma peysan er einföld, stílhrein og klassísk og klæðir flesta vel og prjóntæknin er mjög áhugaverð og spennandi fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Prjóntækni sem m.a. er notuð:

Silfurfit, opin uppfitjun, útaukning, úrtaka, styttar umferðir og prjóna upp lykkjur.

Uppskriftin er á ensku. Á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftinni auk þess sem ein tilbúin peysa verður til staðar til að skoða.

Bókin COCOKNITS eftir hönnuðinn er innifalin í námskeiðsgjaldinu. Þar er að finna margar aðrar áhugaverðar uppskriftir.

Tengill á heimasíðu hér: cocoknits.com. Þið getið líka flett Julie Weisenberger upp á Ravelry þar sem finna má flestar hennar uppskriftir.

Kennari: Helga Thoroddsen

Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is

Cocoknits_-_cover_small2

Innifalið: COCOKNITS bókin á ensku, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.

Verð: 22.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 6.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP