PEYSUPRJÓN
Åsa Tricosa aðferðin

3 skipti – LAUGARDAGA kl. 10-12

2., 9. og 16. febrúar

Fyrir mjög vana prjónara.

Á þessu námskeiði verður kennd aðferð Åsu Tricosa við að prjóna peysuna TRIC með ísettum ermum ofan frá í heilu lagi án þess að slíta bandið frá. Aðferðin er einstaklega áhugaverð og snjöll og byggir á nýrri hugsun í prjóni. Þó svo aðferðafræðin sé mörgum prjónurum kunnug þá er nálgunin önnur. TRIC er afar klæðileg peysa sem felur í sér flesta þá tækni sem Åsa notar í hönnun sinni (sjá meðfylgjandi myndir). Uppskriftin er á ensku en á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftinni auk þess sem ein tilbúin peysa verður til staðar til að skoða.

Síðastliðið vor kom út bók, ZIGGURAT, með uppskriftum eftir Åsu og verður hægt að panta hana hjá Storkinum fyrir áhugasama.

Tengill á heimasíðu Åsu er hér: www.asatricosa.com. Síðan er bæði fróðleg og skemmtilega uppsett og þar má finna ítarlegar upplýsingar um hönnun Åsu og aðferðafræði. Åsa er einnig með síðu á Ravelry þar sem finna má flestar hennar uppskriftir og sjá verkefni sem aðrir hafa prjónað eftir hennar hönnun.

Kennari: Helga Thoroddsen

Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is

Innifalið: Peysuuppskriftin á ensku, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.

Verð: 18.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Athugið að námskeiðið verður að hluta til á tíma þegar að verslunin er opin, en það er yfirleitt rólegt fyrir hádegi á laugardögum.

Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu í tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP