Prjóntækni:
ÓSÝNILEG AFFELLING
(Italian cast off /
Tubular cast off)

ÖRNÁMSKEIÐ

ÞRIÐJUDAGUR 21. sept. kl. 18-21.

Á þessu örnámskeiði förum við í áhugaverða aðferð við að fella af með nál. Aðferðin hentar í stuðlaprjóni (brugðningi) efsta á hálslíningu eða kraga eða neðst á peysu ef prjónað er ofan frá. Affellingin verður nánast ósýnileg og teygjanleg.

Þessi aðferð hefur verið vinsæl hjá þekktum prjónhönnuðum eins og Mette hjá Petiteknit og Andreu Mowry. Aðferðin er ein tegund af svo nefndri tubular cast off (bind off) aðferð á ensku einnig nefnd italian cast off (bind off).

Innifalið: Jafanál með bognum enda, garn í prufuprjón, kennslugögn, hressing og 15% afsláttur í verslun námskeiðskvöldið.

Nemendur hafa með sér 3,5mm (3mm ef þíð prjónið laust) hringprjóna, einn 40 cm og einn 60-80 cm.

Verð: 10.000 kr.

Kennari: Guðrún Hannele

Skráið ykkur hér. Staðfesting er send í tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP