ÍSLENSKIR VETTLINGAR: RÚNA

Þriggja kvölda námskeið

MÁNUDAGUR  4. okt

MÁNUDAGUR  11. okt

MIÐVIKUDAGUR  13. okt

kl. 18-20

Á þessu námskeiði verða prjónaðir vettlingarnir RÚNA úr bókinni ÍSLENSKIR VETTLINGAR eftir Guðrúnu Hannele.

RÚNA eru sparilegir, einlitir vettlingar með páfuglamynstri á handarbakinu. Mynstrið er sérstakt í prjóni vegna þess að lykkjum fjölgar og fækkar á víxl. Þá er gatafaldur neðst og svo þumaltunga. Þannig að ýmis prjóntækni kemur við sögu.

Farið verður í eftirfarandi:

  • Efnisval
  • Prjónaval
  • Uppskriftalæsi
  • Uppfitjun
  • Gatafaldur – saumaður eða prjónaður við
  • Mynsturprjón
  • Þumaltunga
  • Þumalop
  • Vettlingatota
  • Frágangur

Innifalið: Geitaull í vettlingana (2 x 50g hespur af 2-ply frá Mohair by Canard) í lit að eigin vali. Best að vera búin að velja litinn áður en námskeiðið hefst því það þarf að vinda hespuna í hnotu.

Allir nemendur fá 15% afslátt í Storkinum á meðan á námskeiði stendur.

Nemendur koma með eða kaupa á staðnum 2,5mm sokkaprjóna (fínni ef þið prjónið laust).

Nauðsynlegt er að eiga bókina ÍSLENSKIR VETTLINGAR. Ef þið eigið hana ekki getið þið keypt hana á 20% afslætti fyrir námskeiðsbyrjun.

Verð: 20.000 kr.

Kennari: Guðrún Hannele

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er fimm nemendur, en hámarksfjöldi átta.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP