Hekltækni – fyrir byrjendur og lengra komna

3 skipti – ÞRIÐJUDAGAR

25. feb., 3. og 10. mars kl. 18-21

Á þessu námskeiði er farið yfir grunninn sem allt hekl byggir á. Sólveig mun leiða nemendur í gegnum tæknina með prufuhekli. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum og þeim sem hafa reynslu en vilja ná betri tökum á hekli. Allir ættu að fá eitthvað hæfilega krefjandi að fást við. Stórgott námskeið sem er alltaf jafn vinsælt hefur fengið góð meðmæli hjá fyrri nemendum.

Innifalið: Kennsla, allt garn í prufur, námskeiðsgögn, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í verslun.

Nemendur hafa meðferðis heklunálar í stærðum 3, 3,5 og/eða 4 eða kaupa á staðnum.

Verð: 22.000 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er fimm nemendur, en hámarksfjöldi átta.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP