HEKLGRUNNUR

Námskeið fyrir byrjendur í hekli eða þá sem vilja rifja upp eða ná betri tökum á hekltækninni.

3 skipti

Þri. 5. okt. kl. 18-20

Þri. 12. okt. kl. 18-20

Þri. 19. okt. kl. 18-20

Á þessu námskeiði er farið yfir grunninn sem allt hekl byggir á. Sólveig mun leiða nemendur í gegnum tæknina með prufuhekli. Nemendur geta einnig byrjað á stærra verkefni ef áhugi er fyrir hendi. Allir nemendur ættu að fá eitthvað hæfilega krefjandi verkefni að fást við. Kennarinn leggur áherslu á að mæta hverjum nemanda á þeim stað sem hann/hún er stödd í hekli.

Innifalið: Bókin Heklað skref fyrir skref, garn í prufur, önnur námskeiðsgögn, hressing, 15% afsláttur í verslun.

Nemendur hafa meðferðis heklunálar í stærðum 3, 3,5 og/eða 4 eða kaupa á staðnum.

Verð: 22.000 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er fimm nemendur, en hámarksfjöldi átta.

 

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP