HEKLAÐAR MANDÖLUR

Námskeið þá sem hafa einhverja reynslu í hekli eða vilja rifja upp hekl.

2 skipti

Þri. 26. okt. kl. 18-20

Þri. 2. nóv. kl. 18-20

Á þessu námskeiði verður hekluð mandala sem er hringlaga hekluð dúlla sem getur verið einlit eða marglit og er strekkt á málmhring. Ætlað til skrauts á vegg eða í glugga. Heklað er út frá miðju með mismunandi aðferðum sem Sólveig sér um að kenna ykkur.

Innifalið: Heklgarn í mandöluna, málmhringur, hressing, 15% afsláttur í verslun.

Nemendur hafa meðferðis heklunálar í stærðum 2 og/eða 2,5 eða kaupa á staðnum.

Verð: 13.000 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir

Skráning neðar á síðunni.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er fimm nemendur, en hámarksfjöldi átta.

Skráið ykkur hér. Staðfesting verður send í pósti eins fljótt og kostur er.

UPP