HEKLAÐ INNKAUPANET úr pappírsbandi

1 skipti – ÞRIÐJUDAGUR

20. mars kl. 18 – 21

Heklað innkaupanet úr pappírsbandi. Sólveig kennir ykkur handtökin við að hekla innkaupanetið úr nýstárlegu efni fyrir okkur hér á landi eða pappír. Pappírsbandið er vel þekkt í Finnlandi og er notað í hekl, prjón, vefnað og alls konar föndur. Það kemur á óvart hve sterkt það er. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Námskeiðið hentar þeim sem hafa einhverja undirstöðu í hekli. Takið með heklunál nr. 3 1/2 eða kaupið á staðnum.

Innifalið: Kennsla, námsgögn/uppskrift, pappírsband, hressing og 15% afsláttur í verslun.

Verð: 7.500 kr.

Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari

Skráning neðar á síðunni.

Hér er hægt að skrá sig. Þeir sem eru skráðir á örnámskeið fá sendan tölvupóst með fyrirmælum um að greiða áður en námskeiðið hefst.

UPP