BARNAPEYSUPRJÓN fyrir byrjendur

4 skipti – MIÐVIKUDAGAR

18. og 25. september, 2. og 9. október kl. 18 – 20

Þetta námskeið hentar byrjendum eða þeim sem vilja rifja upp prjón. Hægt er að velja barnapeysuuppskrift sem hentar áhuga og getu hvers og eins. Farið verður í prjóntækni sem tengist barnapeysuprjóni s.s. uppfitjun, affellingu, útaukningu, úrtöku, slétt og brugðið prjón, hnappagöt og að lesa og skilja uppskrift á íslensku. Einnig er farið í frágang og annað sem skiptir máli.

Nemendur fá garn og prjóna með 15% afslætti eða koma með eigið garn.

Innifalið: Kennsla, námsgögn, garn í prufur, hressing á námskeið og 15% afsláttur í verslun.

Verð: 18.000 kr.

Kennari: Helga Thoroddsen textílkennari

Hér er hægt að skrá sig. Við sendum staðfestingu með tölvupósti eins fljótt og kostur er.

UPP