APASKOTT OG FLEIRI DÝR

F U L L B Ó K A Ð – B I Ð L I S T I

Námskeið – prjónuð dýr – apar, bangsar og kanínur.

3 skipti:

Sunnudagur 8. sept. kl. 10-12

Miðvikudagur 11. sept. kl. 18-20

Laugardagur 14. sept. kl. 10-12

Kennari: Annita Wilschut kemur til okkar frá Hollandi. Hún hefur fullkomnað dýraprjónið og leiðir ykkur í allan sannleikann á þessu námskeiði. Kennt verður á ensku, en öll námskeiðsgögn og uppskriftir verða á íslensku. Athugið að Annita er þekkt fyrir einstaklega góðar vinnulýsingar.
Ein uppskrift fylgir með námskeiðinu og hægt verður að velja um apa, bangsa eða kanínu. Uppskriftirnar verður svo hægt að kaupa stakar að námskeiði loknu.
Garnval er frjálst og Annita mun ráðleggja nemendum um hvaða hentar best í dýrin. Yfirleitt er verið að nota prjóna 3 eða 3,5 en það ræðst samt af grófleika garnsins.
Nemendur fá 15% afslátt í Storkinum á meðan á námskeiði stendur.

Námskeiðið kostar 18.000 kr.

Skráning neðar á síðunni.

Það er kominn biðlisti á þetta námskeið en það er samt enn möguleiki því það eru ekki allir búnir að staðfesta. Ef þið hafið áhuga þá skráið þið ykkur og við látum vita ef það losnar pláss.

UPP