012

Storkurinn


Sidumuli-1      Sidumuli-1 (2)

 

 

 

 

 

 

63 ára verslun
STORKURINN er elsta hannyrðaverslun landsins. Við fluttum í Síðumúla 20, 108 Reykjavík um mitt sumar 2016 eftir 56 ára veru í Kjörgarði við Laugaveg 59.

Við sérhæfum okkur í að þjónusta áhugafólk um hannyrðir, aðallega prjón, hekl, útsaum og bútasaum. Storkurinn á stóran hóp af tryggum viðskiptavinum sem sækja okkur heim úr nærliggjandi hverfum og margir mun lengra að. Einnig fáum við margar heimsóknir frá ferðamönnum. Við kappkostum að veita góða þjónustu og hafa starfsfólk sem hefur kunnáttu og reynslu í hannyrðum.

Storkurinn er sannkölluð sælkeraverslun hannyrðafólks með úrval af garni, prjónum, bútasaumsefnum, tölum og hnöppum, hannyrðabókum, útsaumi og alls kyns fylgihlutum. Margir koma og dvelja lengi í versluninni enda er hægt að láta fara vel um sig og njóta þess að skoða. Við bjóðum viðskiptavinum aðstoð eftir þörfum við prjónaskapinn eða annað sem leysa þarf úr.

Prjónakaffi og námskeið
Við höldum prjónakaffi á veturna, sjá nánar undir Viðburðir. Einnig eru í boði fjölbreytt námskeið á haustönn og vorönn. Sjá nánar undir Námskeið.

Aðgengi og bílastæði
Það er gott aðgengi að Storkinum við Síðumúla og næg bílastæði.

KORT sem sýnir staðsetningu Storksins

Um okkur:

Storkurinn ehf.

Vefsíða: www.storkurinn.is

Netfang: storkurinn (hjá) storkurinn.is

Kt. 511207-2660

Vsk.nr. 96578

Síðumúli 20,  108 Reykjavík

Sími:  551 8258

Að skila og skipta vörum

Við bjóðum viðskiptavinum að taka frá garn til að tryggja að rétt lotunúmer sé til. Geymslutíminn er 4 vikur og jafnvel lengur ef um það er samið. Við sendum SMS eftir 4 vikur og ef ekki heyrist frá viðkomandi setjum við garnið aftur í sölu.
Við vitum líka að þegar garn er keypt er stundum nauðsynlegt að kaupa ríflega til að vera öruggur um að garnið dugi í flíkina sem á að prjóna. Þá er hægt að skila/eða skipta óáteknum hnotum/hespum sem verða afgangs. Við förum fram á sölukvittun sé framvísað við skil á garni. Geymið því kvittunina þar til ljóst er hvort skila þurfi garni eða ekki.
Þá er líka vert að benda á að það eru alltaf einhverjar breytingar á garnframleiðslu, tegundir og litir detta út á hverju ári. Því borgar sig ekki að draga að skila garni ef prjónaskapnum er lokið á annað borð.
Þá viljum við benda á að af eðlilegum ástæðum er almenna reglan er sú að ekki er hægt að skila prjónum. Hins vegar er alltaf hægt að gera undantekningu á því t.d. þegar um gjöf er að ræða. Þá er um að gera að taka það fram þegar kaupin eru gerð og fá innsigli á pokann.

Útsölur

Við höldum útsölur af og til og seljum þá alls konar garn með afslætti. Þegar garn er keypt á niðursettu verði er mikilvægt að viðskiptavinir átti sig á því að því garni er ekki hægt að skila eða skipta.

Til að missa ekki af útsölum þá er best að vera skráður á póstlistann okkar eða/og fylgjast með okkur á Facebook.

UPP