• GLITRANDI GARN
  • LITRÍKT GARN
  • TÖLUR & HNAPPAR & SMELLUR & KRÆKJUR
  • Ú T S A U M U R
STEPHEN WEST uppskriftir

STEPHEN WEST uppskriftir

Stephen West er einn vinsælasti prjónhönnuðurinn á Íslandi í dag. Þið getið keypt allar uppskriftirnar hans hjá okkur með því að koma, hringja eða senda tölvupóst. Þær eru afgreiddar rafrænt þ.e. sendar með tölvupósti og kostar flestar 800 kr. STORKURINN sími 551 8258, storkurinn@storkurinn.is.
ÚTSAUMUR
OWL frá Ehrman

ÚTSAUMUR

Aðeins þær/þeir sem hafa saumað út getað borið vitni um hversu skemmtilegt og afslappandi það er. Dagana þegar maður kemst ekki út vegna veðurs eða annars er gott að hafa útsaum til að grípa í. Það sem einkennir púðana okkar er að þeir eru hannaðir fyrir nútímafólk á öllum aldri og sóma sér vel sem stofustáss á nútímaheimilum.
BROOKLYN TWEED fréttir
HUGO frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED fréttir

Brooklyn Tweed sendir reglulega frá sér fallega prjónhönnun. Ef þið viljið skoða nánar er um að gera að kíkja á síðuna þeirra www.brooklyntweed.com og láta sig dreyma. Prjóni má líkja við sund. Flestir sem eru syndir kunna bringusund og baksund, en ef þú vilt fara út fyrir þægindahringinn þinn og læra skriðsund eða jafnvel flugsund - þá er Brooklyn Tweed uppskrift svarið. Við seljum allar uppskriftir frá þeim og þær eru afgreiddar rafrænt. Við erum tilbúnar með sundkútana og jafnvel björgunarhringinn ef þarf, bara að spyrja!

Nýlegt

 • Ný SCHOPPEL WOLLE sending

  Við vorum að fá sendingu frá SCHOPPEL WOLLE – Crazy Zauberball, Zauberball Stärke og Alpa...
 • DEBBIE BLISS sending

  Vorum að fá nýja Debbie Bliss sendingu. Fengum marga nýja liti og tvær nýjar tegundir: BOHEME s...
 • Kynningarkvöld

  KYNNINGARKVÖLD Við skipuleggjum gjarnan afsláttar- og kynningarkvöld fyrir hópa. Saumaklúbbar, ...

NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2016

Vorönnin er meira en hálfnuð og nokkrum námskeiðum lokið. Smellið á NÁMSKEIÐ hér fyrir ofan til að skoða hvað er í boði og/eða skrá ykkur. Von er á nýjum námskeiðum sem hefjast eftir páska.

 • Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í SAMPRJÓNI þá getið þið skráð ykkur og við látum vita þegar næsti hópur fer í gang.

NÆSTA PRJÓNAKAFFI

Næst 2. apríl.

 • Við höfum ákveðið að fresta næsta prjónakaffi um viku eða til laugardagsins 2. apríl. Eins og áður þá hittumst við kl. 15-18. Látið það fréttast!
 • Við hittumst og prjónum saman, spjöllum, skiptumst á ráðum og skoðum nýjustu prjónablöðin og bækurnar. Velkomin!
SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !
UPP