Nýir flottir dúskar

Nýir flottir dúskar

Vorum að fá nýja dúskasendingu! Þrjár mismunandi tegundir frá austurrískum framleiðanda. Þetta eru VEGAN dúskar sem er einmitt það sem dýravinir vilja. Auðvelt að taka dúskana af og setja á nýja húfu.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Rómantískur útsaumur
EHRMAN púði - Chrysanthemums Coral

Rómantískur útsaumur

Útsaumur felur í sér slökun og skemmtun og svo sakar ekki að skreyta heimili sitt, eða annarra, í leiðinni. Nýkomin sending af flottum púðum frá Ehrman.
LETTNESKIR VETTLINGAR

LETTNESKIR VETTLINGAR

Lettar eru þekktir yrir fallegt vettlingaprjón. Hjá okkur fást margar gerðir af vettlingapökkum með garni og uppskrift með mynsturteikningu. Skemmtilegt verkefni og mjög flott gjöf!
BROOKLYN TWEED
EQUUS frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað. Grófast er QUARRY, þá kemur SHELTER og loks LOFT. Í sjalagarni erum við með VALE og PLAINS og nýjasti meðlimurinn er ARBOR sem er DK garn eða fyrir prjóna nr. 4. Allar þessar tegundir eru úr mismunandi ull, hafa sinn sérstaka karakter og litirnir eru fjölbreyttir og falla vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar.
OPIÐ Í SÍÐUMÚLANUM

OPIÐ Í SÍÐUMÚLANUM

Virka daga kl. 11-18 Laugardaga 11 - 15 frá og með 12. ágúst.

PRJÓNAKAFFI Í HAUST/VETUR

Prjónakaffi Storksins verður eins og áður síðasta laugardag í mánuði og annan fimmtudag. Næstu prjónakaffi eru 14. sept., 30. sept., 12. okt., 28. okt., 9. nóv. og 25. nóv.

SOAK - mega verðlækkun á stóru flöskunum!!!

SOAK - mega verðlækkun á stóru flöskunum!!!

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP