012
NÁMSKEIÐ HAUSTANNAR

NÁMSKEIÐ HAUSTANNAR

Námskeiðin hefjast um miðjan september. Smellið á námskeið hér fyrir ofan og sjáið hvað er í boði. Við leggjum áherslu á prjón og hekl. Helga Thoroddsen kemur til okkar og kennir prjóntækni og Sólveig Sigurvinsdóttir heklið. Guðrún Hannele verður með Samprjónið og sjalaprjón.
ÚTSAUMUR
PEBBLE MOSAIC frá Ehrman

ÚTSAUMUR

Aðeins þær/þeir sem hafa saumað út getað borið vitni um hversu skemmtilegt og afslappandi það er. Dagana þegar maður kemst ekki út vegna veðurs eða annars er gott að hafa útsaum til að grípa í. Það sem einkennir púðana okkar er að þeir eru hannaðir fyrir nútímafólk á öllum aldri og sóma sér vel sem stofustáss á nútímaheimilum.
ROWAN BLAÐIÐ ER KOMIÐ!
REYA frá ROWAN

ROWAN BLAÐIÐ ER KOMIÐ!

Haust- og vetrarblað ROWAN er komið. Það urðu eigendaskipti á ROWAN síðasta vetur. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og nokkrar breytingar eru boðaðar. Eitthvað af garntegundum munu hætta og nokkrar nýjar koma í staðinn. Við erum þegar komnar með hluta af nýja garninu. En blaðið er flottara en nokkru sinni og margar spennandi uppskriftir eins og þessi á myndinni sem heitir Reya og er úr Kid Classic. Þessir litir eru til núna og á lægra verði en áður!
BROOKLYN TWEED samprjón
LOFT frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED samprjón

Það verða tveir hópar í samprjóni í haust. Annar byrjar í september og hinn í lok október. Enn og aftur munum við prjóna saman flottar peysur hannaðar af teyminu hans Jared Flood hjá BROOKLYN TWEED. Ef þið viljið skoða hvað er í boði smellið þá á www.brooklyntweed.com.

NÆSTA PRJÓNAKAFFI

Fyrsta prjónakaffi haustsins verður laugardaginn 24. september kl. 15-18. Við höfum prjónakaffi annan fimmtudag og síðasta laugardag í mánuði. Fimmtudagana 13. okt. og 10. nóv. kl. 18-21. Þá er búðin jafnframt opin. Laugardagana 24. sept., 29. okt. og 26. nóv kl. 15-18. Allir velkomnir bæði reyndir og nýir prjónarar!

STORKURINN Í SÍÐUMÚLA

Storkurinn flutti í Síðumúla 20 í byrjun júlí. Við erum búnar að nota sumarið til að koma okkur betur fyrir og bjóðum ykkur velkomin til okkar í nýja verslun með góðu úrvali af garni sem aldrei fyrr. Það fer vel um okkur í Síðumúlanum, sem gárungarnir kalla nýja Laugaveginn. Verslunin er rúmgóð og björt og það er góð aðstaða til að setjast og kíkja í blöð og bækur. Kíkið í heimsókn og gefið ykkur góðan tíma. Bílastæði eru beint fyrir utan og aðgengi gott.

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !
UPP