OPIÐ þri. - fim. 11-18, fös. 11-17, lau. 12-15, LOKAÐ sun. og mán.

Námskeiðin og samprjónið eru komin á síðuna okkar!

Námskeið STORKSINS
Námskeið og samprjón

Námskeið STORKSINS

Námskeiðsáætlun vorannar 2022.
Við bjóðum upp á eitt stutt námskeið með Helgu Thoroddsen í peysuprjónstækni, þar sem prjónað er ofan frá með tengiaðferðinni, þar sem byrjað er að prjóna ofan frá og allt prjónað í einu stykki. Hentar fyrir vana prjónara.
Sólveig Sigurvinsdóttir verður með klassískt heklnámskeið fyrir byrjendur eða þær/þá sem vilja rifja upp. Við reiknum með öðru námskeiði í leikfangahekli síðar í vor.
Katrín Jóhannesdóttir verður með tvö námskeið í útsaumi þar sem hún leggur í þetta sinn áherslu á harðangur og klaustur.
Guðrún Hannele verður með námskeið í vettlingaprjóni og ungbarnapeysuprjón fyrir byrjendur eða þá sem vilja rifja upp.
Þriggja kvölda samprjón verður í boði. Það kemur fljótlega í ljós hvað verður fyrir valinu.
NÝTT: Prjónahelgi í Ölfusi í lok apríl! Nánar undir námskeið.
Útsaumur

Útsaumur

Við eigum alltaf úrval af fallegum útsaumspúðum frá Ehrman. Einföld, þægileg og afslappandi iðja!
Það er hægt að velja um að telja út (litprentuð mynsturteikning fylgir) eða sauma á ámálaðan stramma. Góðar leiðbeiningar fáanlegar í Storkinum fyrir þá/þær sem ekki hafa saumað áður körfuspor (petit point).
Sendum púðana FRÍTT innanlands.
ARATA úr Einrúm bandi

ARATA úr Einrúm bandi

ARATA peysan á myndinni er hönnuð af Jennifer Steingass fyrir Einrúm og prjónuð úr E-bandinu sem er íslensk ull og silki. Peysan er fislétt og prjónuð á 3,5 mm prjóna. Uppskriftin er til hjá okkur á íslensku.
VETTLINGAMYNDASAMKEPPNI

VETTLINGAMYNDASAMKEPPNI

Það stendur yfir á Facebook og Instagram, samkeppni um fallegustu myndirnar af vettlingum sem eru prjónaðir eftir uppskriftum úr bókinn ÍSLENSKIR VETTLINGAR eftir Guðrúnu Hannele. Við hvetjum alla til að taka myndir af vettlingunum sínum, en jafnvel prjóna par, því það er enn tími út febrúar.
Eina sem þarf að gera er að birta myndina á sínum stað á Instagram eða Facebook og merkja með #íslenskuvettlingarnirmínir eða #islenskuvettlingarnirminir. Þannig finnur dómnefndin myndirnar og velur svo þrjár sem fá vegleg verðlaun; gjafabréf frá Storkinum og Forlaginu fyrir 1) 30.000 kr. 2) 20.000 kr. og 3) 15.000 kr.
Verið dugleg að minna prjónavini og -vinkonur á þetta tækifæri. Upplagt að taka myndir úti í snjónum og flestir eiga núorðið góðar myndarvélar í símanum sínum.
Fislétta LAMANA garnið

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Apinn Jakob

Apinn Jakob

Dýrin hennar Annitu Wilschut
Finnst þér gaman að prjóna leikföng? Eða ertu að leita að góðri uppskrift? Þá eru dýrin hennar Annitu málið. Uppskriftirnar hennar fást í Storkinum. Apar, bangsar naggrísir og kanínur. Í hverri uppskrift er útskýrt vel með myndmáli hvernig á að fara að.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Þri. - fim. 11-18, fös. 11-17, lau. 12-15.
LOKAÐ: Sun. og mán.
OPEN

OPEN

Tuesday-Thursday 11- 6, Friday 11-17, Saturday 12- 3.
CLOSED on Sundays and Mondays.

PRJÓNAKAFFI

PRJÓNAKAFFI Í BYRJUN ÁRS 2022
Við frestum prjónakaffi þar til sóttvarnareglum verður breytt!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP