Malabrigo sending komin

Malabrigo sending komin

Malabrigo Rios og Sock er komið í ótal fallegum litum. Yndislegt og litfagurt garn í sjöl, peysur, húfur og hvaðeina. Lífið er bara allt of stutt til að prjóna úr vondu garni.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Slakandi útsaumur
EHRMAN púði - Leopard Frog Blue

Slakandi útsaumur

Útsaumur er bæði skemmtileg og afslappandi iðja. Mynstrin eru mismunandi en dýravinir geta valið um úrval af katta-, kinda-, hunda, froska- og fuglamyndum.
Nýtt garn frá URTH

Nýtt garn frá URTH

Við erum búnar að fá nýtt garn frá URTH. Þetta er 100% merínóullargarn sem má þvo á ullarþvottakerfi. HARVEST er einlitt og UNEEK er marglitt. Litunin er öðruvísi en á öðru garni sem við höfum verið með því það myndast rendur sem koma skemmtilega út í alls konar verkefni. En í bland við einlita garnið er útkoman mjög flott t.d. í sjöl. Á myndinni er sjalið Butterfly eða Papillon þar sem þetta er einmitt málið. Uppskriftin er á ensku og hana er hægt að kaupa hjá okkur og fá senda í tölvupósti.
BROOKLYN TWEED

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað. Grófast er QUARRY, þá kemur SHELTER og loks LOFT. Í sjalagarni erum við með VALE og PLAINS og nýjasti meðlimurinn er ARBOR sem er DK garn eða fyrir prjóna nr. 4. Allar þessar tegundir eru úr mismunandi ull, hafa sinn sérstaka karakter og litirnir eru fjölbreyttir og falla vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Vetraropnun: Virka daga kl. 11-18 - lau. kl. 11-15 - sun. lokað Sumaropnun: Virka daga kl. 11-18 - lokað um helgar Tökum á móti hópum á morgnana, kvöldin og um helgar ef bókað er með fyrirvara.
OPEN

OPEN

Wintertime: Mon-Fri 11 - 6 - Sat 11 - 3 - Sun closed Summertime: Min-fri 11am - 6pm - closed on weekends We open specially for groups in the mornings, evenings and weekends by appointment. Please contact storkurinn (at) storkurinn.is in advance.

PRJÓNAKAFFI Í VOR

Síðasta prjónakaffi fyrir sumarið verður síðasta laugardag í mánuðinum eða 26. maí kl. 15-18. Allir prjónarar velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP