Breyttur opnunartími!

OPIÐ þri. - fim. 11-18, fös. 11-17, lau. 12-15, LOKAÐ sun. og mán.
ATH. Það verður opið alla laugardaga í sumar!
Ný námskeið að hefjast í maí - sjá nánar undir NÁMSKEIÐ!

Námskeið STORKSINS - Peysuprjón
Námskeið og samprjón

Námskeið STORKSINS - Peysuprjón

Tvö námskeið og eitt samprjón eru á dagskrá í maí. Peysunámskeið Helgu Thoroddsen, þar sem hún kennir eftir aðferð Elizabeth Doherty, hefst 12. maí.
Heklnámskeið Sólveigar Sigurvinsdóttur hefst 25. maí. Þar kennur hún grunntækni og námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum í hekli.
Samprjónið í vettlingaprjóni er fullt. Við reiknum með að bjóða upp á annað vettlingasamprjón síðar.
Nánar undir námskeið.
Útsaumur
Púði: Maze Meadow Seeds

Útsaumur

Við eigum alltaf úrval af fallegum útsaumspúðum frá Ehrman. Smellið á púðamyndina til að skoða úrvval og verð.
Einföld, þægileg og afslappandi iðja! Eigum mikið úrval af útsaumspúðum frá EHRMAN, m.a. hönnun eftir Kaffe Fassett.
Það er hægt að velja um að telja út (litprentuð mynsturteikning fylgir) eða sauma á ámálaðan stramma. Góðar leiðbeiningar fáanlegar í Storkinum fyrir þá/þær sem ekki hafa saumað áður körfuspor (petit point).
Sendum púðana FRÍTT innanlands.
ARATA úr Einrúm bandi

ARATA úr Einrúm bandi

ARATA peysan á myndinni er hönnuð af Jennifer Steingass fyrir Einrúm og prjónuð úr E-bandinu sem er íslensk ull og silki. Peysan er fislétt og prjónuð á 3,5 mm prjóna. Uppskriftin er til hjá okkur á íslensku.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
ROWAN vor og sumar 2021

ROWAN vor og sumar 2021

Rowan blaðið
Stórt og mikið prjónablað kemur út hjá ROWAN tvisvar á hverju ári og hefur gert í 40 ára sögu fyrirtækisins. Nýjasta Rowan blaðið endurspeglar litagleði og fjölbreyttar peysur úr hinu einstaklega góða Rowan garni.
Rowanblaðið kostar núna 3.795 kr. og þeir sem kaupa það reglulega öðlast afsláttarkjör af Rowan garni í búðinni.
Það er gott úrval af garni frá Rowan í Storkinum enda erum við FLAGSHIP búð hjá þeim. Alpaca Soft DK er nýjasta garnið hjá okkur frá þeim. Mjúkt eins og alpakaullin en er ekki eins lint og ber sig því betur.
Á myndinni er peysan CLAUDIE sem er prjónuð úr SOFTYAK DK sem er lykkjað garn, blanda af bómull og jakuxaull. Fullkomin blanda fyrir heilsárspeysur, létt og drjúgt, mjúkt viðkomu en ber sig vel. Flestir nota prjóna 4mm prjóna.
Apinn Jakob

Apinn Jakob

Dýrin hennar Annitu Wilschut
Finnst þér gaman að prjóna leikföng? Eða ertu að leita að góðri uppskrift? Þá eru dýrin hennar Annitu málið. Uppskriftirnar hennar fást í Storkinum. Apar, bangsar naggrísir og kanínur. Í hverri uppskrift er útskýrt vel með myndmáli hvernig á að fara að.
BROOKLYN TWEED
Peerie frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað.
PEERIE er fingering garn eða 4-ply fyrir prjóna nr. 2,5-3,5 með sléttri áferð. Ótrúlega margir fallegir og sérstakir litir til.
ARBOR er með sléttri áferð, DK garn eða fyrir prjóna nr. 4.
VALE er fíngert sjalagarn með sléttri áferð.
LOFT er fíngert tweed garn.
SHELTER er tweed garn í milligrófleika.
QUARRY er lang grófast og er tweed garn.
Stílhrein hönnun Brooklyn Tweed teymisins fellur vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar. Við þróun garnsins höfðu þau að leiðarljósi gæði, sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Þri. - fim. 11-18, fös. 11-17, lau. 12-15.
LOKAÐ: Sun. og mán.
OPEN

OPEN

Tuesday-Thursday 11- 6, Friday 11-17, Saturday 12- 3.
CLOSED on Sundays and Mondays.

PRJÓNAKAFFI

PRJÓNAKAFFI VETURINN 2020-21
Því miður þá verðum við að fresta prjónakaffi þar til reglur um smitvarnir breytast. Við auglýsum vel og vandlega þegar við byrjum aftur. Þangað til - góða skemmtun í heimaprjóninu!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP