• GLITRANDI GARN
  • LITRÍKT GARN
  • TÖLUR & HNAPPAR & SMELLUR & KRÆKJUR
  • H E D G E H O G Skinny Singles
DEBBIE BLISS bollar og diskaþurrkur

DEBBIE BLISS bollar og diskaþurrkur

DEBBIE BLISS er vafalaust vinsælasti hönnuðurinn hjá okkur í Storkinum. Nú hefur hún bætt við bollum, diskaþurrkum og svuntum í vöruúrvalið. Svunturnar eru með áprentuðum hagnýtum upplýsingum um prjón. Bollarnir og diskaþurrkurnar eru með fallegum prjónamyndum og koma í fjórum litum. Er hægt að hugsa sér flottari gjöf fyrir þann sem prjónar?
ÚTSAUMUR
PEBBLE MOSAIC frá Ehrman

ÚTSAUMUR

Aðeins þær/þeir sem hafa saumað út getað borið vitni um hversu skemmtilegt og afslappandi það er. Dagana þegar maður kemst ekki út vegna veðurs eða annars er gott að hafa útsaum til að grípa í. Það sem einkennir púðana okkar er að þeir eru hannaðir fyrir nútímafólk á öllum aldri og sóma sér vel sem stofustáss á nútímaheimilum.
BROOKLYN TWEED fréttir
MARYLEBONE frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED fréttir

Brooklyn Tweed sendir reglulega frá sér fallega prjónhönnun. Ef þið viljið skoða nánar er um að gera að kíkja á síðuna þeirra www.brooklyntweed.com og láta sig dreyma. Prjóni má líkja við sund. Flestir sem eru syndir kunna bringusund og baksund, en ef þú vilt fara út fyrir þægindahringinn þinn og læra skriðsund eða jafnvel flugsund - þá er Brooklyn Tweed uppskrift svarið. Við seljum allar uppskriftir frá þeim og þær eru afgreiddar rafrænt. Við erum tilbúnar með sundkútana og jafnvel björgunarhringinn ef þarf, bara að spyrja!

Nýlegt

 • Ný SCHOPPEL WOLLE sending

  Við vorum að fá sendingu frá SCHOPPEL WOLLE – Crazy Zauberball, Zauberball Stärke og Alpa...
 • DEBBIE BLISS sending

  Vorum að fá nýja Debbie Bliss sendingu. Fengum marga nýja liti og tvær nýjar tegundir: BOHEME s...
 • Kynningarkvöld

  KYNNINGARKVÖLD Við skipuleggjum gjarnan afsláttar- og kynningarkvöld fyrir hópa. Saumaklúbbar, ...

STORKURINN FLYTUR Í JÚLÍ

Storkurinn mun flytja í Síðumúla 20 síðar í sumar. Þar verðum við á nýjum, vel sýnilegum og rúmgóðum stað. Við munum láta vita um leið og nákvæm tímasetning liggur fyrir. Þangað til eruð þið, eins og alltaf, velkomin á Laugaveginn í Kjörgarð þar sem verslunin hefur verið til húsa í næstum 56 ár. Um leið og við kveðjum miðborgina með söknuði þá hlökkum við til að hitta ykkur á nýjum stað. Margir munu fagna þessum breytingum því í Síðumúlanum er gott aðgengi og auðveldara að fá bílastæði. Fylgist vel með. Við sendum boðskort í opnunarpartýið til allra á póstlistanum okkar. Ertu ekki örugglega þar?

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

 • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK - fyrir ull, silki og annað fínerí

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !
UPP