LITLG sending

LITLG sending

Fengum nýlega sendingu af LIFE IN THE LONG GRASS sem er handlitað garn frá Írlandi í ótrúlega fallegum litum. Eigum bæði Twist Sock sem er fingering grófleiki og Twist DK sem er grófara. Garnið hentar því ýmist í sjöl, peysur, húfur o margt annað.
Garn fyrir þá sem vilja örva fegurðarskynið.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Slakandi útsaumur
EHRMAN púði - FALCON

Slakandi útsaumur

Útsaumur er bæði skemmtileg og afslappandi iðja. Mynstrin eru mismunandi en dýravinir geta valið um úrval af katta-, kinda-, hunda, froska- og fuglamyndum. Ný sería er komin með kanínu, íkorna og fálka í miðaldastíl. Fallegir klassískir púðar saumaðir í aðeins grófari stramma sem gerir verkið fljótlegra.
Við seljum súkkulaði
EHRMAN púði - FALCON

Við seljum súkkulaði

Allir prjónarar og heklarar eiga skilið gott, handgert súkkulaði. Mismunandi gerðir í boði. Umbúðirnar spilla ekki fyrir enda er þetta framleitt í Helsinki. Kynnið ykkur úrvalið í Storkinum. Flott sem gjöf!
NÁMSKEIÐ VORANNAR

NÁMSKEIÐ VORANNAR

Námskeið vorannar eru lang flest komin inn. Það er ýmislegt spennandi í boði fyrir alla hópa, byrjendur, miðlungs vana, vana og mjög vana prjónara.
Helga Thoroddsen peysusérfræðingur kennir þrjú mismunandi peysunámskeið sem. Hver peysa er eftir þekktan hönnuð og námskeiðin eru fyrir ákveðið erfiðleikastig.
Byrjendaprjón er mikilvægt. Ef þið þekkið einhvern sem langar að læra að prjóna eða rifja upp þá verður spennandi námskeið í byrjun febrúar og bókin KnitHow lögð til grundvallar.
Katrín Jóhannesdóttir er sérfræðingur okkar í útsaumi og verður með þrjú mismunandi útsaumsnámskeið.
Sólveig Sigurvinsdóttur heklmeistari er með námskeið í hekltækni og leikfangahekli og örnámskeið í veifuhekli.
Við fáum seint nóg af sjölum. Guðrún Hannele með sjalanámskeið fyrir þá sem vilja læra að prjóna eftir uppskriftum á ensku. Ákveðið sjal eftir Andreu Mowry verður í boði.
Boðið verður upp á eitt samprjón í Brooklyn Tweed peysu.
Smellið á námskeið hér fyrir ofan og þar eru nánari upplýsingar og líka hægt að skrá sig.
BROOKLYN TWEED
TREEFOLDS húfa úr Peerie frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað.
PEERIE er fingering garn eða 4-ply fyrir prjóna nr. 2,5-3,5 með sléttri áferð. Ótrúlega margir fallegir og sérstakir litir til.
ARBOR er með sléttri áferð, DK garn eða fyrir prjóna nr. 4.
VALE er fíngert sjalagarn með sléttri áferð.
LOFT er fíngert tweed garn.
SHELTER er tweed garn í milligrófleika.
QUARRY er lang grófast og er tweed garn.
Stílhrein hönnun Brooklyn Tweed teymisins fellur vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar. Við þróun garnsins höfðu þau að leiðarljósi gæði, sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Vetraropnun: Virka daga 11-18, lau. 11-15 - sun. lokað Sumaropnun: Virka daga 11-18, lokað um helgar
Tökum á móti hópum á morgnana, kvöldin og um helgar ef bókað er með fyrirvara.
OPEN

OPEN

Wintertime: Mon-Fri 11 - 6 - Sat 11 - 3 - Sun closed Summertime: Min-fri 11am - 6pm - closed on weekends We open specially for groups in the mornings, evenings and weekends by appointment.
Please contact storkurinn (at) storkurinn.is in advance.

PRJÓNAKAFFI

PRJÓNAKAFFI Á VORÖNN
Fimmtudagana
10. jan., 14. feb., 14. mars, 11. apríl og 9. maí. kl. 18-21.
Laugardagana
26. jan., 23. feb., 30. mars og 27. apríl kl. 15-18.
Allir prjónarar velkomnir á meðan húsrúm leyfir í prjónakaffi Storksins!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP