Útsaumur fyrir alla
Púði: Enchanted Forest

Útsaumur fyrir alla

Smellið á púðamyndina til að skoða úrvval og verð.
Einföld, þægileg og afslappandi iðja! Eigum mikið úrval af útsaumspúðum frá EHRMAN, m.a. hönnun eftir Kaffe Fassett og William Morris.
Það er hægt að velja um að telja út (litprentuð mynsturteikning fylgir) eða sauma á ámálaðan stramma. Góðar leiðbeiningar fáanlegar í Storkinum fyrir þá/þær sem ekki hafa saumað áður körfuspor (petit point).
Ef þið sjáið einhvern púða sem þið hafið áhuga á er um að gera að bregðast skjótt við því við eigum oftast einn af hverjum. Hringið í 551 8258 og panta púðann eða sendið okkur tölvupóst á storkurinn@storkurinn.is eða Facebook skilaboð. Við tökum frá og sendum eða þið sækið. Ef þetta er jólagjöf er ekkert mál að skila og skipta til 8. jan.
Sendum FRÍTT til jóla.
ARMBÖND MEÐ TILGANG

ARMBÖND MEÐ TILGANG

Leðurarmböndin frá I LOVE HANDLES eru ekki bara falleg heldur líka nytsamleg. Þau eru með málbandi, bæði cm og tommum. Það er mjög þægilegt fyrir alla prjónara að hafa málbandið alltaf við höndina.
20% afsláttur af öllum mál-armböndum út október
Margir litir til og þrjár lengdir.
Kannski góð jólagjafahugmynd?
ARATA úr Einrúm bandi

ARATA úr Einrúm bandi

ARATA peysan á myndinni er hönnuð af Jennifer Steingass fyrir Einrúm og prjónuð úr E-bandinu sem er íslensk ull og silki. Peysan er fislétt og prjónuð á 3,5 mm prjóna. Uppskriftin er til hjá okkur á íslensku.
Fislétta LAMANA garnið
LAMANA

Fislétta LAMANA garnið

Við sem vinnum í Storkinum eigum það sameiginlegt að hafa allar fallið fyrir LAMANA garninu. Við erum með sjö tegundir frá þeim og þar er fremst á meðal jafningja COMO garnið. Það er einstaklega mjúkt og létt og fyrir prjóna 3,5 til 4. MILANO er fíngerðara og BERGAMO grófara. Þetta er svona - þú verður að prófa það til að trúa því - garn.
Námskeið vorannar
Crochet Yeah!

Námskeið vorannar

Námskeið vorannar eru í vinnslu og munu birtast um miðjan janúar á storkurinn.is undir NÁMSKEIÐ. Við munum einnig senda út fréttabréf til þeirra sem eru á póstlistanum okkar og auglýsa námskeiðin.

Það verður boðið upp á námskeið í prjóni, hekli og útsaumi og a.m.k. eitt samprjón. Fylgist með!

DANICA buddur og töskur
Danica buddur og töskur

DANICA buddur og töskur

Danica fyrir allt prjónadótið.

Frábærar töskur undir verk í vinnslu og buddur fyrir alla fylgihlutina.

Smellið á myndina hér fyrir ofan og þá birtist síða með myndum og verðum af Danica buddum og töskum.

Sendum FRÍTT til jóla.

ROWAN haust- og vetur 2019-20

ROWAN haust- og vetur 2019-20

Rowan blaðið er núna í tveimur hlutum.
Stórt og mikið prjónablað kemur út hjá ROWAN tvisvar á hverju ári og hefur gert í 40 ára sögu fyrirtækisins. Núna er blaðið tvískipt sem okkur finnst þægilegra. Blöðin eru samt seld saman.
Eins og áður þá er hægt að ganga í sérstakan Rowanklúbb hjá Storkinum. Þá er greitt fyrir tvö blöð í einu og þau fást þannig á betra verði. Þá fá Rowanklúbbsfélagar 10% afslátt í versluninni.
Það er gott úrval af garni frá Rowan í Storkinum enda erum við FLAGSHIP búð hjá þeim. Í haust töldum við 16 tegundir í hillunum okkar. Að öllu öðru garni ólöstuðu þá er Felted Tweed í algjöru uppáhaldi. Það er létt tweedgarn (50g/175m) fyrir prjóna 3,4 til 4mm. Litaúrvalið er mikið (40 litir) þeir eru ótrúlega fallegir. Trefillinn á myndinni er einmitt úr Felted Tweed.
Apinn Jakob

Apinn Jakob

Dýrin hennar Annitu Wilschut
Finnst þér gaman að prjóna leikföng? Eða ertu að leita að góðri uppskrift? Þá eru dýrin hennar Annitu málið. Uppskriftirnar hennar fást í Storkinum. Apar, bangsar naggrísir og kanínur. Í hverri uppskrift er útskýrt vel með myndmáli hvernig á að fara að.
BROOKLYN TWEED
Peerie frá Brooklyn Tweed

BROOKLYN TWEED

Við höfum selt garn frá Brooklyn Tweed í nokkur ár og nú hefur garnfjölskyldan stækkað.
PEERIE er fingering garn eða 4-ply fyrir prjóna nr. 2,5-3,5 með sléttri áferð. Ótrúlega margir fallegir og sérstakir litir til.
ARBOR er með sléttri áferð, DK garn eða fyrir prjóna nr. 4.
VALE er fíngert sjalagarn með sléttri áferð.
LOFT er fíngert tweed garn.
SHELTER er tweed garn í milligrófleika.
QUARRY er lang grófast og er tweed garn.
Stílhrein hönnun Brooklyn Tweed teymisins fellur vel að smekk okkar hér á norðurhjara veraldar. Við þróun garnsins höfðu þau að leiðarljósi gæði, sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu.
OPIÐ / OPEN

OPIÐ / OPEN

Vetraropnun: Virka daga 11-18, lau. 11-15.
Tökum á móti hópum á morgnana, kvöldin og um helgar ef bókað er með fyrirvara.
OPEN

OPEN

Wintertime: Mon-Fri 11am -6pm - Sat 11am-3pm We open specially for groups in the mornings, evenings and weekends by appointment.
Please contact storkurinn (at) storkurinn.is in advance.

PRJÓNAKAFFI

PRJÓNAKAFFI Á VORÖNN 2020
Fimmtudagana
9. jan., 13. feb., 12. mars og 14. maí kl. 18-21.
Laugardagana
25. jan., 29. feb., 28. mars og 30. maí kl. 15-18.
Athugið að það verður ekkert prjónakaffi í apríl vegna páskanna og Reykjavík Knitting Festival (Prjónahátíð Reykjavíkur).
Allir prjónarar velkomnir á meðan húsrúm leyfir í prjónakaffi Storksins!

SOAK

SOAK

SOAK þvottaefnið sem ekki þarf að skola úr. Ylvolgt vatn - teskeið af SOAK - leggja í bleyti - rúlla inní handklæði og kreista - leggja flatt og strjúka með lófanum - njóta þess að horfa á fallega handverkið sitt !

STRÆTÓ Í SÍÐUMÚLANN

  • Þeir sem eru á fæti og búa í miðborginni þá er gott að vita að strætisvagnar 2, 14 og 17 ganga frá Hlemmi að Grensásvegi/Ármúla stoppistöðinni og þaðan er 5 mín gangur í Síðumúla 20.
UPP